GÆÐAHANDBÓK FÉLAGSMÁLASKÓLANS
KAFLI 1
Almennar upplýsingar um Félagsmálaskóla alþýðu
Félagsmálaskóli alþýðu starfar samkvæmt lögum um skólann, nr. 60/1989.
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðu-sambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.
Skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu ber ábyrgð á rekstri skólans ásamt skólastjóra. Félagsmálaskólinn fær framlag úr ríkissjóði til reksturs skólans.
Félagsmálaskólinn skipuleggur námskeið og fræðslu út frá þörfum og aðstæðum aðildarfélaga fyrrgreindra sambanda. Starfsmenn sinna ráðgjöf við stéttarfélög varðandi uppbyggingu fræðslu og hvernig þau geta nýtt sér hana til að efla og móta starfið.
Á hverri önn eru sérhæfð námskeið í boði fyrir alla talsmenn stéttarfélaga. Á þeim er lögð áhersla á hefðbundna félagslega fræðslu. Jafnframt er boðið upp á námskeið sem taka á málefnum sem eru í brennidepli hverju sinni. Stéttarfélög geta pantað námskeið til að móta starf og stefnu og styrkja talsmenn sína. Útgáfa fræðslu- og námsefnis er mikilvægur hluti af starfi skólans. Námsefni er bæði gefið út á prenti og rafrænu formi.
Skólinn heldur úti gagnvirku vefnámi sem er aðgengilegt á internetinu.
1.1 Stjórn Félagsmálaskólans
Stjórn Félagsmálaskóla Alþýðu skipa sjö fulltrúar stéttarfélaga sem aðild eiga að skólanum. Auk þess eru sjö varamenn sem einnig eru skipaður frá aðildarfélögum skólans.
Stjórn skólans
Kristján Þórður Snæbjarnarson – Formaður – RSÍ
Fjóla Jónsdóttir – Efling
Karl Rúnar Þórsson – Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Lilja K. Sæmundsdóttir – Félag hársnyrtisveina
Kolbeinn Gunnarsson – Verkalýðsfélagið Hlíf
Kristín M. Björnsdóttir – VR
Gylfi Kristinsson – Velferðarráðuneytið
Varamenn
Aðalsteinn Baldursson – Verkalýðsfélag Húsavíkur
Hilmar Harðarson – Félag iðn og tæknigreina
Katrín Jónsdóttir – Grafía
Guðni Gunnarsson – VM
Ingibjörg Ósk Birgisdóttir – VR
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir – Velferðarráðuneytið
Þórveig Þormóðsdóttir – BSRB
Skólastjóri
Eyrún Björk Valsdóttir