GÆÐAHANDBÓK FÉLAGSMÁLASKÓLANS

 

KAFLI 3

Þarfagreining og þróun náms

3.1 Námsframboð
3.2 Þarfagreining

 


3.1     Námsframboð

Áhersla er lögð á að námsframboð Félagsmálaskóla alþýðu endurpspegli fræðsluþörf trúnaðarmanna, stjórnenda og starfsmanna stéttarfélaganna. Einnig er lögð áhersla á að tímasetningar og framsetning náms sé á þann hátt að hún henti þátttakendum sem best. Þá er reynt að tryggja að námframboð sé í samræmi við áherslur samfélagsins hverju sinni.

Námsframboð hverju sinni er aðgengilegt á vef skólans, www.felagsmalaskoli.is. Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma og tölvupósti sé þess óskað.

Námsframboði er skipt milli eftirfarandi flokka:

  • Almenn námskeið
  • Trúnaðarmannanám
  • Lífeyrissjóðsnámskeið
  • Forystufræðsa ASÍ og BSRB
  • Annað


3.2 Þarfagreining

Við þróun náms og ákvörðunum um hvað skuli kenna hverju sinni er tekið mið af þörfum aðildarfélaga.

Trúnaðarmannanámið er þó bundið þeirri sérstöðu að þar er kennt samkvæmt viðurkenndri námskrá um nám trúnaðarmanna.