Íslenski hæfniramminn telur sjö þrep sem endurspegla auknar hæfnikröfur fyrir þekkingu, leikni og hæfni, frá grunnskóla- að doktorsprófi. Tveimur þrepanna, 5 og 6, er skipt upp í tvennt, til þess að draga fram eðlismun námsloka innan þeirra.
Megintilgangur rammans er að auka gagnsæi innan íslensks menntakerfis. Rammanum, sem er byggður á evrópska hæfnirammanum um menntun, er þó einnig ætlað að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa, í þeim tilgangi að einstaklingar fái viðurkennda menntun og starfsréttindi milli landa.
Íslenski hæfniramminn byggir á Evrópska hæfnirammanum um menntun sem er 8 þrep og er honum einnig ætlað að auka gagnsæi milli evrópskra menntakerfa, í þeim tilgangi að einstaklingar fái viðurkennda menntun og starfsréttindi milli landa.
Hér má nálgast hæfnirammann á íslensku og ensku (pdf).