ANDLITSGRÍMUR, SPRITT OG 1 METER Á MILLI

by | 23. nóv, 2020 | Almennar fréttir

Félagsmálaskólinn fylgir í hvívetna leiðbeiningum og reglum um starf skóla og fræðsluaðila sem kenna á framhaldsskólastigi sem gefnar hafa verið út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 

Almennt gildir að fræðsluaðilar beri ábyrgð á að farið sé eftir sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni. Áhersla er lögð á gott upplýsingaflæði til allra hlutaðeigandi og tryggja skal sérstakt samráð við einstaklinga í áhættuhópum. 

Námsmenn, kennarar, gestir og starfsfólk eiga ekki að koma í húsnæðið ef viðkomandi:

  • Er í sóttkví.
  • Er í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
  • Hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein- eða vöðvaverki, þreytu). 

Öllum sóttvarnarráðstöfunum er fylgt og eru allir sameiginlegir snertifletir þrifnir og sótthreinsaðir eftir þörfum. Fjölda á hverju námskeiði er haldið í lágmarki og tryggt að nándarmörk séu að lágmarki1 metri. Tryggt er að grímur og spritt séu aðgengilegar öllum þátttakendum.  

Við hvetjum þátttakendur til að hafa samband við okkur vakni einhverjar spurningar varðandi sóttvarnarráðstafanir. 

Leiðbeiningarnar byggja á leiðbeiningum um skólastarf frá MRN dags. 19.ágúst 2020 og auglýsingu um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar frá MRN dags. 20.ágúst 2020.