Í nýútkominni ársskýrslu Fræðslumiðstövar atvinnulífsins er farið yfir starfið og helstu verkefni. Þar kemur fram að allsi hafi 580 einstaklingar farið í gegnum raunfærnimat á vegum framhaldssfræðslunnar á síðasta ári, tæplega 2400 lokið námi og 8600 ráðgjafaviðtöl farið fram.
Frá upphafi hefur FA unnið að þróun raunfærnimats og uppbygginu náms í samstarfi við atvinnulífið og fræðsluaðila. Starfið er gríðarlega umfangsmikið og þau verkfæri sem þar er unnið með mikilvæg fyrir vinnumarkaðinn allan.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur lagt áherslu á mikilvægi starfsins og segir áhrif loftslagsbreytinga og fjórðu iðnbyltinguna stórar áskoranir sem kalla muni á fleiri tækifæri til endurmenntunar og grunnmenntunar.
Skýrsluna má lesa í heild hér:
Ársskýrsla Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins 2021