Hæfnirammi um íslenska menntun

Hæfnirammi um íslenska menntun

by | 29. apr, 2021 | Almennar fréttir

Hæfnirammi um íslenska menntun

Hæfnramma um íslenska menntun er ætlað að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Í rammanum eru öll námslok tengd hæfniþrepum þar sem skilgreint er hvaða hæfni einstaklingur skal búa yfir að loknu umræddu námi. Ramminn eykur gagnsæi innan íslenska menntakerfisins og myndar m.a. brýr milli formlegs og óformlegs náms. Þar sem íslenskri hæfniramminn er tengdur evrópskum ramma um menntun (European Qualification Framework, EQF) einfaldar hann einnig samburð og hreyfanleika innan menntakerfi annarra Evrpópulanda.

Mynd af rammanum hefur nú verið uppfærð þar sem dæmum um námslok hefur m.a. verið bætt inn á viðeigandi þrep til frekari skýringa.  

Hæfnirammi um íslenska menntun telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfni­­kröfur. 

Hæfnirammi um íslenska menntun telur sjö hæfniþrep og endurspegla hækkandi þrep auknar hæfni­­kröfur. Markmið hæfnirammans er meðal annars að auka gagnsæi innan íslenska mennta­kerfis­­ins, mynda brýr milli formlegs og óformlegs náms og auðvelda samanburð við menntakerfi annarra Evrópulanda. Námslok eru tengd við hæfni­þrep og varpar ramminn ljósi á þá hæfni sem einstak­­lingur býr yfir að loknu námi. Hann getur þannig auðveldað samanburð, gagnsæi og hreyfan­leika á milli kerfa og landa.

Í meðfylgjandi skjali er hægt að skoða hæfnirammann bæði á íslensku og ensku.

Hæfnirammi um íslenska menntun pdf.

 Smelltu hér til að lesa auglýsingu í Stjórnartíðindum.