GÆÐAHANDBÓK FÉLAGSMÁLASKÓLANS
KAFLI 4
Kennsluaðferðir og gæði náms
4.1 Kennsluaðferðir og sérfræðiþekking
4.2 Námskeiðsmat
4.3 Mat starfsmanna
4.1 Kennsluaðferðir og sérþekking
Félagsmálaskólinn leggur áherslu að tryggja að námið hverju sinni sé eins gott og mögulegt er. Hluti af því er að tryggja fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hluti af því er að fá leiðbeinendur með reynslu og þekkingu af kennslu fullorðinna til starfa og tryggja að viðeigandi kennslugögn og búnaður séu til staðar. Einnig er mikil áhersla á að finna leiðbeinendur með viðeigandi sérfræðiþekkingu og reynslu hverju sinni.
4.2 Námskeiðsmat
Að námskeiði loknu er rafrænt námskeiðsmat sent á alla þátttakendur. Matið er sent sjálfkrafa úr rafrænu vefumsjónarkerfi Félagsmálaskólans, Umbraco. Í matinu gefst þátttakendum kostur á að Matið er síðan aðgengilegt í kerfinu til frekari úrvinnslu. Niðurstöður námskeiðsmats eru m.a. notaðar til að þróa námskeið og bæta framkvæmd námskeiða og námsleiða.
- Námskeiðsmat er lagt fyrir á rafrænu formi.
- Námskeiðsmat er alltaf nafnlaust.
- Verkefnastjóri uppfærir spurningar í námskeiðsmati þegar það á við.
4.2 Mat starfsmanna
Á reglulegum starfsmannafundum er farið yfir faglega þætti í starfseminni, s.s. kennsluaðferðir, aðbúnað og efni. Dreginn er lærdómur af mati fyrri námskeiða þegar ný eru skipulögð og þá er til dæmis horft til skipulagningar, húsnæðis og vals á leiðbeinendum. Þeir starfsmenn Félagsmálaskólans sem koma að kennslu hafa beinan aðgang að þátttakendum og innsýn þeirra því mikils virði í öllu gæðastarf og mati náms.