GÆÐAHANDBÓK FÉLAGSMÁLASKÓLANS
KAFLI 5
Gæðastjórnun, ábyrgð og viðmið
5.1 Ábyrgð
5.2 Verkferlar gæðamat
5.1 Ábyrgð
Gæðamál Félagsmálaskóla alþýðu eru á ábyrgð skólastjóra hverju sinni en aðrir starfsmenn koma einnig að gæðastarfi.
5.2 Námskeiðsmat
Eftirfarandi þættir eru viðhafðir til að tryggja gæði námsframboðs
1) Námskeiðsmat er lagt fyrir við lok hvers námskeiðs.
2) Leiðbeinendur eru valdir í samræmi við gæðaviðmið Félagsmálaskólans.
3) Aðstaða og búnaður er samkvæmt viðmiðum Félagsmálaskólans.
4) Starfsmenn taka þátt í að ákvarða námsframboð í upphafi misseris.
5) Starfsmenn Félagsmálaskólans funda reglulega og fara yfir starf skólans, námsframboð og eftirspurn.