Vorið vænt og spennandi haust framundan

by | 14. jún, 2021 | Almennar fréttir, Námskeið

Þrátt fyrir ýmsar áskoranir síðasta vetur vegna samkomutakmarkana gekk fræðsla Félagsmálaskólans á vorönn vonum framar. Trúnaðarmannanámskeiðin voru þar í algjöru forystuhlutverki en um 75% þeirra námskeiða sem voru haldin voru féllu undir trúnaðarmannafræðsluna eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Það verður að teljast líklegt að sífelldar breytingar á regluverki í kringum skólastarf hafi haft neikvæð áhrif á þátttöku í öðrum námskeiðum og því ekki ástæða til annars en að áætla að fjölgun verði næsta vetur. Við horfum því spennt fram á veginn og erum komin á fullt að undirbúa spennandi dagskrá fyrir haustið og veturinn allan.

Ásamt trúnaðarmannanáminu verður áherslan næsta vetur verða á að bjóða fjölbreytt námskeið sem nýtast trúnaðarmönnum, starfsfólki og stjórnarmönnum stéttarfélaga í starfi. Þá verður sérstaklega unnið með fræðslu varðandi komandi kjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar í huga.

Dagskrá haustsins er að verða klár og verður hún birt hér á vefnum á næstu dögum. 

 

Loading...