Námskeið í gervigreind fyrir alla

by | 23. feb, 2022 | Almennar fréttir, Námskeið

Ísland verður stafrænna með hverjum deginum sem líður og nánast orðið ógerlegt að halda sér utan hinnar stafrænu byltingu. Gervigreind er eitt þeirra hugtaka sem við heyrum reglulega en skiljum kannski ekki fyllilega. 

Til þess að stuðla að aukinni færni almennings og auka skilning á nýrri tækni hafa stjórnvöld, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, opnað 30 klukkustunda vefnámskeið um gervigreind. 

Násmkeiðið er opið öllum. 

Í lýsingu á vef stjórnarráðsins segir: 

Markmið þess er að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega fyrir alla svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni og styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga.

Námskeiðið er á íslensku, að finnskri fyrirmynd, og í sex hlutum sem einstaklingar geta tekið þegar þeim hentar, hvort sem er í tölvu eða síma, en það er hannað til að vera aðgengilegt óháð aldri, starfsreynslu eða öðru.