Þekking í þágu launafólks

NÁMSKEIÐ FRAMUNDAN
Fylgstu með – ný námskeið bætast við reglulega! 

Veikinda- og slysaréttur – vefnám

Námskeiðið er rafrænt og hægt að taka hvenær sem hentar.

Á námskeiðinu er farið í rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í vinnslu og töku og ýmis ákvæði er varða annars vegar veikindarétt og hins vegar slysarétt.

Námskeiðið er opið fyrir trúnaðarmenn allra stéttarfélaga og aðra áhugasama og er opið nemendum frá kl. 09:00 þann 1. apríl til 30. apríl kl. 16:00.

Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00

Næst: 01/04/2025

Mąż zaufania, jego rola i stanowisko – kurs online w języku polskim

Kurs jest częścią obowiązującego programu szkoleniowego.

Omówiona zostanie rola męża zaufania zgodnie z przepisami prawa oraz układami zbiorowymi, a także jego prawa i obowiązki.

Kurs jest otwarty dla wszystkich mężów zaufania reprezentujących związki zawodowe oraz innych zainteresowanych tematem.

Jest to kurs online, który można odbyć w dowolnym momencie w okresie od 1 do 30 kwietnia 2025 r.

Rejestracja kończy się 31 marca o godzinie 12:00.

Næst: 01/04/2025

Vinnuréttur

Námskeiðið er hluti af gildandi námsskrá í styttri útgáfu í fjarkennslu á vefnum. 

Á námskeiðinu er lögð áhersla á vinnurétt starfsmanna sem vinna hjá hinu opinbera og hvernig þau styðja kjarasamninga. Einnig er farið í hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. 

Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði. 

Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00.

Leiðbeinandi: Hrannar Már Gunnarsson, lögfræðingur hjá BSRB

Næst: 01/04/2025

Handbók trúnaðarmannsins

HLUTVERK, RÉTTINDI OG SKYLDUR TRÚNAÐARMANNA

EINELTI Á VINNUSTAÐ

VIÐGENGST EINELTI Á ÞÍNUM VINNUSTAÐ?  ÞEKKIR ÞÚ EINKENNIN?

FÉLAGSMÁLASKÓLINN

Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.