Núna í september bjóðum við upp á nokkur námskeið um styttingu vinnutímans, enda útfærslur og möguleikar eins margir og vinnustaðirnir eru. Fyrsta námskeiðið fjallar um hugarfarsbreytingu og hugmyndafræði við styttinguna, og hve mikilvægt samtalið inni á vinnustaðnum er. Í kjölfarið bjóðum við svo námskeið þar sem fjallað er annars vegar um vaktavinnu og hins vegar iðngreinar.
Við vinnum einnig að því að bjóða upp á námskeið þar sem fjallað er um styttingu vinnuvikunnar á opinberum markaði. Dagsetning þess námskeið verður auglýst núna á næstu dögum. Endilega fylgist vel með hér og á Facebook síðu skólans.
Við hvetjum við alla sem erindi eiga þangað að skrá sig og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu.