NÁMSKRÁ

Samskipti á vinnustað

Námslýsing:

Farið er yfir ýmis atriði í samskiptaleikni, s.s. að hlusta, gagnrýna, taka við gagnrýni, hrósa og taka við hrósi.   Mismunandi hlutverk og verkaskipting í hópi eru skoðuð, hvaða hlutverki einstaklingur tekur að sér innan hópsins og hvers vegna. Fjallað er um grunnatriði samtalstækni og mismunandi tjáskiptaleiðir. Þá verður farið í leiðir til að fyrirbyggja ágreining og draga úr ágreiningi og hver eru einkenni vinnustaða og samskipta þar sem ágreiningur þrífst sem síðar gæti þróast í einelti og áreiti.  Farið er í ferli eineltis og afleiðingar fyrir þolendur og gerendur.  Fjallað er um einkenni vinnustaða þar sem einelti þrífst, hvað einkennir hegðun og samskipti þolenda, ger­enda og annarra starfsmanna. Áhersla er lögð á leiðir til að fyrirbyggja og taka á einelti og fjallað um ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, ásamt því að ákvæði laga og reglugerða um varnir gegn einelti.

Helstu efnisþættir:

Mismunandi framkoma og áhrif hennar,  tjáskipti, áhrif mikils vinnuálags á samskipti, einelti og þróun þess.

Markmið og hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • Kynnist helstu hugtökum sem tengjast samskiptum, framkomu, samskiptavanda, ágreiningi, áreiti og einelti.
  • Geri sér grein fyrir áhrifum góðra og slæmra samskipta á alla á vinnustað, slæmri og góðri vinnuaðstöðu, og góðum og slæmum tjáskiptum.
  • Þekkir einkenni eineltis og afleiðingar og leiðir til að vinna á og stöðva einelti.
  • Átti sig á hvernig einelti geti þróast út frá slæmum starfsaðstæðum og slæmum vinnuanda.