NÁMSKRÁ

Sjálfsstyrking

Námslýsing:

Megináhersla er lögð á sjálfstraust, sjálfsvirðingu og sjálfsímynd og hvernig þessir þættir hafa áhrif á samskipti  í daglegu lífi. Þá verður skoðað hvað ógnar sjálfstrausti fólks og hvernig aðstæður hafa áhrif á sjálfstraust og sjálfsímynd. Fjallað er um áhrif áfalla á sjálfstraust, líðan og heilsu. Farið er yfir leiðir sem stuðla að betra sjálfstrausti og öruggari framkomu.  Fjallað verður um óeðlileg samskiptamunstur, meðvirkni, birtingamyndir meðvirkni, og leiðir til að stuðla að betri líðan og jákvæðari samskiptum.  Farið verður yfir mikilvægi þess að gæta að eigin heilsu, virða eigin mörk og auka þar með lífsgæði sín og vellíðan í starfi.

Helstu efnisþættir:

Sjálfstraust, sjálfsvirðingu, sjálfsímynd og meðvirkni.

Markmið og hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • Hafi öðlast þekkingu á hugtökunum sjálfstraust, sjálfsvirðing,  sjálfsímynd og meðvirkni og skilning á því hvernig það hefur áhrif á samskipti fólks.
  • Átti sig á birtingarmyndum góðrar/lélegrar sjálfsmyndar og þekkir áhrifavalda sem draga úr eða auka sjálfstyrk
  • Geri sér grein fyrir mikilvægi þess að gæta að eigin heilsu, virða eigin mörk og auka þar með lífsgæði sín og vellíðan í starfi.
  • Geti hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að stuðla að góðum og uppbyggilegum samskiptum við aðra.