NÁMSKRÁ

Að koma máli sínu á framfæri – fundarsköp

Námslýsing:

Megináhersla er á undirbúning framsögu og umræður á vinnustaða- og félagsfundum, fundarstjórn, fundarsköp og frágang fundargerða. Einnig er fjallað um ein­kenni og tilgang ýmissa ræðuforma, kröfum lýst sem gerðar eru til röksemdafærslu, algengar rökvillur og gryfjur sem beri að varast.  Lögð er áhersla á að skilgreina helstu einkenni rökræðu, mikilvægi þess að hlusta á skoðanir annarra og hvernig leikni í rökræðu kemur að notum í samningaviðræðum og daglegu lífi. Fjallað er um hvernig rökvillur eru greindar og farið er yfir áróðurstækni sem hefur verið notuð gegnum tíðina og enn er notuð til að hafa áhrif á okkur.

Helstu efnisþættir:

Framsaga, fundarstjórn, fundarsköp og frágang fundargerða

Markmið og hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • Hafi öðlast þekkingu á grunnþáttum rökfræði og geti nýtt sér hana í daglegu lífi og starfi sem trúnaðarmenn.
  • Þekki heimildir í kjarasamningum er varða vinnustaðafundi og þekki helstu atriði fundarskapa og ræðuforma.
  • Geti hagnýtt sér og beitt viðeigandi fundarsköpum og verði færir um að koma máli sínu á framfæri á skipulegan hátt, bæði í rituðu og töluðu máli.
  • Geti stýrt vinnustaðafundum eftir gildandi fundarsköpum og stuðlað að jákvæðum tjáskiptum við aðra.