NÁMSKRÁ
Vinnuréttur
Námslýsing:
Megináhersla er lögð á uppbyggingu og helstu þætti íslenskrar vinnulöggjafar eins og kjarasamninga og lög sem fjalla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Þá verður farið í ákvæði kjarasamninga og laga sem styrkja kjarasamning með áherslu á ráðningarsamninga, laun og launagreiðslur, orlofsrétt, veikindarétt, fæðingarorlof, hópuppsagnir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður fjallað um ákveðnar grundvallarreglur, svo sem réttarvernd trúnaðarmanna, samningsrétt stéttarfélaga, verkfallsrétt, verkbannsrétt o.fl.
Helstu efnisþættir:
Réttindi og skyldur aðila vinnumarkaðarins, ákvæði kjarasamninga og laga, laun og launagreiðslur, orlofsréttur, veikindaréttur, slysaréttur, fæðingarorlof, verkfallsréttur, o.fl.
Markmið og hæfniviðmið:
Að nemendur:
- Þekki meginreglur íslenskrar vinnulöggjafar og skilji helstu ákvæði laga sem varða réttindi og skyldur launafólks og launagreiðenda.
- Geti miðlað upplýsingum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
- Átti sig á hvernig stéttarfélög standa að úrlausn ágreiningsmála.