NÁMSKRÁ
Að koma máli sínu á framfæri – fundarsköp
Námslýsing:
Megináhersla er á undirbúning framsögu og umræður á vinnustaða- og félagsfundum, fundarstjórn, fundarsköp og frágang fundargerða. Einnig er fjallað um einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma, kröfum lýst sem gerðar eru til röksemdafærslu, algengar rökvillur og gryfjur sem beri að varast. Lögð er áhersla á að skilgreina helstu einkenni rökræðu, mikilvægi þess að hlusta á skoðanir annarra og hvernig leikni í rökræðu kemur að notum í samningaviðræðum og daglegu lífi. Fjallað er um hvernig rökvillur eru greindar og farið er yfir áróðurstækni sem hefur verið notuð gegnum tíðina og enn er notuð til að hafa áhrif á okkur.
Helstu efnisþættir:
Framsaga, fundarstjórn, fundarsköp og frágang fundargerða
Markmið og hæfniviðmið:
Að nemendur:
- Hafi öðlast þekkingu á grunnþáttum rökfræði og geti nýtt sér hana í daglegu lífi og starfi sem trúnaðarmenn.
- Þekki heimildir í kjarasamningum er varða vinnustaðafundi og þekki helstu atriði fundarskapa og ræðuforma.
- Geti hagnýtt sér og beitt viðeigandi fundarsköpum og verði færir um að koma máli sínu á framfæri á skipulegan hátt, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Geti stýrt vinnustaðafundum eftir gildandi fundarsköpum og stuðlað að jákvæðum tjáskiptum við aðra.