NÁMSKRÁ

Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

Námslýsing:

Megináhersla er lögð á að draga fram og útskýra heildarmynd velferða – og tryggingamála og hvað hafi áhrif á þessa mynd.  Fjallað er um jaðaratvik í almannatryggingum og þætti sem verða pólitískt bitbein. Einnig er fjallað um ábyrgð einstaklinga, fjölskyldunnar, atvinnurekenda og þjóðfélagsins.  Farið verður yfir réttindauppbyggingu, hugmyndafræði og styrk íslenska lífeyrissjóðakerfisins og hvernig það byggir á samningum milli aðila verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda.  Farið er yfir helstu lög og reglur sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða, fjárfestingarstefnu og áhættudreifingu og fjallað um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum sjóðanna. Fjallað um skylduaðild, tryggingavernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins. Útskýrð verða hvaða áhrif breytingar á grunnforsendum hafa á réttindin, s.s. ávöxtun, lífslíkur og örorkulíkur og jafnframt borin saman jöfn ávinnsla og aldurstengd.

Helstu efnisþættir:

Almannatryggingar, starfsemi lífeyrissjóðanna, fjárfestingarstefna, samfélagsleg ábyrgð, skylduaðild, lífaldur, o.fl.

Markmið og hæfniviðmið:

Að nemendur:

  • Hafi öðlast þekkingu og skilning á því hvernig lífeyrissjóðskerfið er byggt upp, þekki helstu lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði.
  • Átti sig á samspili lífeyrissjóða og almannatryggingarkerfisins og hvaða réttindi menn hafa við töku lífeyris.
  • Geti nýtt þekkingu sína á staðreyndum og upplýsingum til að beita og nota við miðlun upplýsinga til samstarfsfélaga sinna.