EINELTI Á VINNUSTAÐ
Viðgengst einelti á þínum vinnustað?
Til þess að koma í veg fyrir að einelti viðgangist á vinnustað er mikilvægt að starfsmenn, trúnaðarmenn og stjórnendur séu meðvitaðir um ólíkar birtingarmyndir þess sem og leiðir til þess að sporna gegn því.
Einelti á íslenskum vinnustöðum hefur trúlega alltaf þrifist þótt sjaldan hafi verið talað um það. Ef ekki er fjallað um einelti og skaðleg áhrif þess á einstaklinga og fyrirtæki þá er ekki hægt að taka á vandamálinu. Þess vegna er það fagnaðarefni að fólk sé síður hrætt við að tala opinskátt um það þegar níðst er á því andlega eða líkamlega.
Stöndum saman gegn einelti. Það á engum að líða illa í vinnunni.