EINELTI Á VINNUSTAÐ

Hvernig byrjar einelti?

Einstakar árásir

Undanfari eineltis getur verið árekstur, vandamál eða ágreiningur á vinnustaðnum sem ekki hefur verið tekið á. Það kemur til einstakra beinna eða óbeinna árása á starfsmann sem veit oft og tíðum ekki af hverju.

Einelti og ógnun byrjar

Þolandi verður til og reglulega er níðst á honum. Starfsmenn stimpla þolanda sem erfiðan, leiðinlegan, ekki treystandi eða eitthvað álíka. Við þetta einangrast þolandi smám saman frá vinnufélögunum og þeir fara að trúa því að þolandi sé ómögulegur. Ótti og innri togstreita ná smám saman tökum á þolandanum og hann fer að efast um sjálfan sig.

Aðgerðir yfirmanna

Andlegt álag og ofstreita þolanda fer að koma niður á vinnunni. Of oft eru viðbrögð yfirmanna þau að þeir gera athugasemdir og veita áminningu en athuga ekki hvað er að gerast á vinnustaðnum og skoða málið ekki í heild sinni.

Uppgjöf þolanda

Þolandi sér enga möguleika á að taka á málum. Þegar einelti kemst á þetta stig endar það annað hvort með uppsögn þolanda eða að honum er sagt upp. Andlegt og líkamlegt ástand getur orðið slíkt að hann verði óvinnufær og stundum til lengri tíma.